Álalind 14, 201 Kópavogur
64.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
78 m2
64.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2017
Brunabótamat
47.530.000
Fasteignamat
63.900.000

STOFN Fasteignasala ehf. kynnir: Glæsilega og rúmgóða 78.1 fm. 2ja herb. endaíbúð með aukinni lofthæð, lofthæð er um 2,67 metrar. Leyfi fyrir svalarlokun.  Eigninni fylgir sér merkt bílastæði í lokaðri bílgeymslu, rafmagn er klárt fyrir bílhleðslutæki við bílastæðið. Eignin er í góðu viðahaldslitlu lyftuhúsi með stórbrotnu útsýni yfir Snæfellsjökul og Esjuna við Álalind 14 202 kópavogi.

Upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali - leigumiðlari í sími 661 7788 eða netfang: [email protected]

Smellið hér til að fá sent söluyfirlit.

Eignin skiptist í: 
Forstofu, svefnherbergi, baðherbergi / þvottahús stofu, borðstofu, eldhús, stórbrotið útsýni í norður, vestur, stórar svalir (leyfi fyrir svalarlokun) ásamt kaldri geymslu á svölunum, geymsla innan sameignar og stæði í lokaðri bílageymslu.


Nánari lýsing: 
Forstofan er með fataskáp sem fer alla leið upp í loft, fatahengi með hillu, harðparket á gólfi.
Svefnherbergið er mjög rúmmgott með miklu skápaplássi, skápar upp í loft, harðparket á gólfi.
Stofa / borðstofa er einstaklega björt og falleg með fallegu útsýni frá borðstofu til norðurs yfir Esjuna og fjallagarðanna í kring, harðparket á gólfi.
Svalirnar eru mjög stórar útsýnis svalir sirka 13 fm. með stórbrotnu útsýni til suðvestur og í norður átt, góð köld geymsla á svölunum. (leyfi fyrir svalarlokun)
Eldhúsið er með fallegri ljósri innréttingu með góða vinnuaðstöðu, gott skápapláss, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur fylgja sem eru til staðar.
Baðherbergið er rúmgott, með ágætis innréttingu, upphengdu salerni, lokuðum sturtuklefa, flísalagt upp með veggjum að hluta (votrými). Tengi fyrirþvottavél og þurrkara, skápur og hilla, innrétting upp í loft, flísar á gólfi. Ath.Þvottavél og þurrkari fylgja sem eru til staðar.
Sérgeymsla fylgir eigninni með hillum sem er staðsett í kjallara húsins ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu.
Sérmerkt bílastæði í lokaðri bílgeymslu merkt B - 53, komið er rafmagn fyrir bílhleðslustöð.

Innréttingar, gólfefni og hurðir: Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar og gólfefni frá Parka ehf. Hreinlætistæki: Eru frá Electrolux.
Nánar tiltekið eign merkt 09-04, fastanúmer 236-3182 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Nánari upplýsingar veita:
Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasalI - leigumiðlari í Félagi fasteignasala. - sími 661 7788 eða netfang: [email protected]


Húsið er 10 hæða með tvær lyftur í húsinu, á hverri hæð eru fjórar íbúðir sem gerir samtals 40 íbúðir. Beint aðgengi er frá jarðhæð í upphitaða bílageymslu. Rúmgóðar hjóla- og vagnageymslur eru í sameign. Flutt var inn í íbúðirnar 2018. Húsið fékk verðlaun fyrir útlit og hönnun árið 2020. Hönnun íbúðanna var lögð áhersla á að skapa björt og opin alrými, með rúmgóðu eldhúsi og stofu. Aukin lofthæð, um 2,67 m. 
Burðarkerfi byggingarinnar er staðsteypt að öllu leyti, einangruð með steinull og að mestu leyti og klædd með álklæðningarkerfi sem veðurkápu.

"Starfsmenn hjá STOFN Fasteignasölu hafa Heilindi - Dugnað - Árangur að leiðarljósi."
"Þarft þú að selja? Ég bíð þér upp á frítt verðmat. "Við sjáum um ljósmyndun og drónamyndatökur á eigninni þinni" 
"Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig í sambandi við kaup eða sölu á fasteign þá er minn er heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn og þinna.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.